Kiðlingar

Atli Vigfússon Laxamýri

Kiðlingar

Kaupa Í körfu

LÍF og fjör er nú í geitahúsinu á Rauðá í Þingeyjarsveit en nýlega fæddust þar sex kiðlingar og von er á fleirum á næstunni. Áhugi 4.-bekkinga í Borgarhólsskóla á Húsavík leyndi sér heldur ekki þegar þau heimsóttu ábúendur á Rauðá í sveitaferð sinni nú í vikunni því allir vildu halda á ungviðinu og skoða þessi sjaldgæfu húsdýr sem ekki eru víða til nú orðið. Það var Vilhjálmur Grímsson, yngri bóndinn á Rauðá, sem sýndi nemendunum geitastofninn, en þar hafa verið geitur í áratugi og alltaf er vorlegt í útihúsunum þegar kiðlingarnir komast á legg. Fljótt fara þeir að hoppa og leika sér um allt, en þeir eru mjög mannelskir og þá er auðvelt að temja. Á myndinni má sjá Vilhjálm með nokkrum skólabörnum sem fannst mjög gaman að fá að halda á þessum skemmtilegu vorboðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar