Hjónaball á Flúðum

Sigurður Sigmundsson

Hjónaball á Flúðum

Kaupa Í körfu

Á DÖGUNUM var hið árlega hjónaball haldið á Flúðum en mannfagnaður sá hefur um langt skeið verið einn sá allra vinsælasti þar í sveit. Að þessu sinni var tilefnið til að lyfta sér upp ennþá ærnara en oft áður því þetta var í sextugasta sinn sem efnt var til hjónaballs. Mætingin var líka eftir því, fullt út úr dyrum, 320 manns, allir á því að skemmta sér sem aldrei fyrr. Að vanda var boðið upp á heimatilbúin skemmtiatriði með tilheyrandi skopi um sveitungana, haldin afbragðs veisla og svo var að sjálfsögðu dansað fram á rauða nótt. MYNDATEXTI: Bræðurnir Ágúst og Magnús Helgi Sigurðssynir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar