Urðarstígur 3

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Urðarstígur 3

Kaupa Í körfu

NAFN götunnar Urðarstígs var samþykkt árið 1919. Gatan er heitin eftir Urði gyðju úr norrænu goðafræðinni. Hinn 30. ágúst 1920 sækir Bjarni Þórðarson um leyfi til byggingarfulltrúa til að byggja sér íbúðarhús á lóð við Urðarstíg. Þegar Bjarni sækir um byggingarleyfið er lögheimili hans á Grettisgötu 43. Bjarni fékk meðeiganda, Haldor Johan Haldorsen, þeir byggðu húsið saman. Árið 1922 er húsið brunavirt. Þar segir að grunnflötur þess sé 6,0x6,3 m, það sé byggt úr bindingi, einlyft með risi. Húsið er klætt utan með borðum og pappa, bæði á veggjum og þaki. Á hæðinni eru þrjú íbúðarherbergi, tvö eldhús og gangur. Allt þiljað og íbúðarherbergin lögð striga og pappa á veggjum og loftum og máluð. Í útveggjabinding er stoppað með sagspónum. Í risi eru tvö íbúðarherbergi, þiljuð og máluð. Annaðhvort hefur gleymst að geta um járnklæðningu á húsinu þegar virðingin var gerð eða það hefur ekki hefur verið búið að klæða það bárujárni. Húsin við Urðarstíginn voru flest byggð eftir fyrri heimsstyrjöldina. Á þeim tíma var mikill skortur á byggingarefni og allt timbur notað sem til féll. Þetta hús var ekki nein undantekning og sums staðar hafði verið þiljað með kassafjölum. Húsinu var skipt í miðju í tvær íbúðir en sami stigi fyrir báðar íbúðirnar var upp í risið og átti hvor íbúðin sitt herbergið í risinu. Undir húsinu er skriðkjallari MYNDATEXTI: Urðarstígur 3

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar