Jón Ásgeirsson tónskáld

Jón Ásgeirsson tónskáld

Kaupa Í körfu

FJÓRÐA hundrað nemendur sungu á kóramóti framhaldsskólanna sem haldið var í Menntaskólanum við Hamrahlíð í gær. Kórarnir sungu Land míns föður saman í upphafi dagskrár. Síðan voru sungin ýmis lög eins og t.d. þættir úr Carmina Burana ásamt slagverkssveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og þáttur úr Galdra-Lofti. Kórarnir sjö voru frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, Menntaskólanum við Sund, Menntaskólanum í Reykjavík, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Flensborgarskóla, Verzlunarskóla Íslands og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Jón Ásgeirsson var heiðraður fyrir framlag sitt til kórtónlistarinnar en hann hefur samið og raddsett mikið af tónlist fyrir kóra sem þessa

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar