Frímann Sveinsson

Hafþór Hreiðarsson

Frímann Sveinsson

Kaupa Í körfu

LISTAKOKKURINN og frístundamálarinn Frímann Sveinsson opnaði á dögunum sína fyrstu málverkasýningu, í veitingahúsinu Sölku á Húsavík. Þar sýnir Frímann 25 vatnslitamyndir sem allar eru málaðar á þessu ári og er eingöngu um landslagsmyndir að ræða. "Ég hef verið teiknandi frá því ég var krakki en ætli séu ekki ein tvö eða þrjú ár síðan ég fór að fást við vatnsliti," sagði Frímann. Hann sagðist hafa farið á námskeið í haust sem Anne Claudia Wegner, þýsk stúlka sem dvaldi á Húsavík um tíma, hélt og lært mikið af því. Sýning Frímanns í Sölku er sölusýning og verður opin til mánaðamóta. MYNDATEXTI: Frímann Sveinsson er með málverkasýningu í Sölku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar