Magnús Leópoldsson skýrsla

Þorkell Þorkelsson

Magnús Leópoldsson skýrsla

Kaupa Í körfu

Í RANNSÓKN sérstaks saksóknara kom ekkert fram sem bendir til þess að lögreglumenn í Keflavík sem önnuðust frumrannsókn á hvarfi Geirfinns Einarssonar árið 1974 hafi ætlað að láta leirmynd af manni sem talinn var tengjast málinu, líkjast Magnúsi Leópoldssyni. Orðrómur, söguburður eða annað varð ekki til þess að Magnús Leópoldsson var handtekinn, heldur framburður þriggja sakborninga í Geirfinnsmálinu. Þá er ekki annað að sjá en að Magnús hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli mjög ríkra rannsóknarhagsmuna og það framlengt af sömu ástæðum. Þetta er niðurstaða rannsóknar Láru V. Júlíusdóttur, sem var sett sem sérstakur saksóknari til að annast opinbera rannsókn á tildrögum þess að Magnús Leópoldsson, sem þá var framkvæmdastjóri skemmtistaðarins Klúbbsins, var á sínum tíma grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns og látinn sæta gæsluvarðhaldi í 105 daga á fyrri hluta árs 1976. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra afhenti Magnúsi skýrsluna í gær en þá voru rúmlega 29 ár liðin frá því hann var hnepptur í gæsluvarðhald. Í skýrslunni kemur fram að tildrög rannsóknarinnar voru þau að 19. apríl 1998 fór Magnús fram á það við dómsmálaráðuneytið að það hlutaðist til um að athugun yrði gerð á staðhæfingum vitna í heimildarmyndinni "Aðför að lögum". Þar var því haldið fram að lögreglumenn hafi í árslok 1974 gerst sekir um tilbúning sönnunargagna til að bendla Magnús við hvarf Geirfinns. Lögum um meðferð opinberra mála var breytt til að rannsóknin gæti farið fram og var Lára skipuð sérstakur saksóknari til að annast rannsóknina 25. maí 2001. Baldvin Einarsson, lögreglufulltrúi í Reykjavík, var henni til aðstoðar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar