Fiskbúðin Hafrún

Fiskbúðin Hafrún

Kaupa Í körfu

FISKSALAR eru sannfærðir um að mikil sóknarfæri séu til þess að auka fiskneyslu á ný, en neytendur þurfi bara að átta sig betur á þeim möguleikum sem séu í boði. Magnús Sigurðsson, fisksali í fiskbúðinni Hafrúnu, segir að mikill samdráttur og miklar breytingar hafi verið í fisksölu ár frá ári. "Það er komin ný kynslóð," segir hann. "Allar konur vinna úti og það borðar enginn heima í hádeginu. Í öðru lagi gefur fólk sér ekki tíma til að hugsa um mat, vill fá hann tilbúinn, og í þriðja lagi hafa orðið miklar breytingar á mynstrinu. Saltmetið, siginn fiskur og kæstur er nær dottið út, en hugsanlega má rekja þessar breytingar að einhverju leyti til þess að húsmæðraskólarnir eru flestir hættir. En það er öruggt mál að verðið hefur ekki áhrif. Fólk kaupir meira fisk í sósum þótt það sé dýrara en óunninn fiskur og sósur eru ekki fiskur. En þarna er verið að hugsa um þægindin, að þurfa ekki að hafa fyrir því að matreiða." MYNDATEXTI: Berglind Bragadóttir kaupir skötusel hjá Magnúsi Sigurðssyni í Hafrúnu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar