Fiskbúðin Fylgifiskurinn

Fiskbúðin Fylgifiskurinn

Kaupa Í körfu

FISKSALAR eru sannfærðir um að mikil sóknarfæri séu til þess að auka fiskneyslu á ný, en neytendur þurfi bara að átta sig betur á þeim möguleikum sem séu í boði. Berglind Bragadóttir keypti skötusel hjá Magnúsi í gær. "Við viljum hafa fisk sem oftast og ekki sjaldnar en einu sinni til tvisvar í viku," segir hún, en bætir við að vegna tímaskorts sé ekki alltaf hlaupið að því. Verðið situr í sumum og segist Berglind vel skilja það. "Kjötfars kostar 490 krónur en fiskur þúsundkall og eðlilega hugsar fólk um peninginn. Verðið hefur greinilega áhrif miðað við það sem heyrst hefur." MYNDATEXTI: Guðbjörg Glóð Logadóttir sýnir Gunnari Guðmundssyni úrvalið í verslun sinni Fylgifiskum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar