MEstival á Egilsstöðum

Steinunn Ásmundsdóttir

MEstival á Egilsstöðum

Kaupa Í körfu

STÓRHÁTÍÐIN MEstival var haldin fyrir skömmu í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Hátíðin stóð í þrjá daga og á meðan féll hefðbundið skólastarf í skuggann. Nemendur fetuðu nýjar og óhefðbundnar slóðir í náminu, m.a. með því að taka þátt í kaffi- og páskaeggjagerð, jóga, vetrarakstri, ljósmyndamaraþoni og kvikmyndagerð. Þá stóðu til boða námskeið í förðun og hárgreiðslu og verkefni sem snerust um gerð ljósaskúlptúrs og hóplistaverka. Afrakstur þeirrar vinnu má sjá í anddyri menntaskólans. MYNDATEXTI: Stórhátíð Menntaskólans á Egilsstöðum, MEstival, hófst með blysför nemenda og kennara og voru þeir skrýddir ýmsum kyndugum múnderingum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar