Ungfrú Vesturland

Halldór Kolbeins

Ungfrú Vesturland

Kaupa Í körfu

KEPPNIN Ungfrú Vesturland var haldin í Bíóhöllinni á Akranesi um helgina. Að sögn Silju Allansdóttur, annars skipuleggjenda keppninnar, tókst vel til en þetta var í fyrsta skipti sem keppnin fer fram í Bíóhöllinni. Kynnar voru Simmi og Auddi frá Popptíví og segir Silja þá hafa staðið sig vel. Fanney Frímannsdóttir frá Akranesi, 19 ára nemi á félagsfræðibraut við FVA, hlaut titilinn Ungfrú Vesturland 2003. Var hún jafnframt valin Sportstúlka Vesturlands. Í öðru sæti lenti Íris Ósk Einarsdóttir en hún var einnig valin Oroblu-stúlka Vesturlands. Sylvia Clothier Rudolfsdóttir hafnaði í þriðja sæti. Íris Ósk og Sylvia eru báðar 18 ára frá Akranesi og nemar við FVA. Fanney, Íris Ósk og Sylvia fá allar þátttökurétt í keppninni um Ungfrú Ísland. Í fjórða sæti lenti Jóhanna Ásgeirsdóttir, Varmalandi, Borgarfirði. Hún er 19 ára nemi við FVA. Hin tvítuga Bryndís Gylfadóttir frá Akranesi hafnaði síðan í fimmta sæti en alls tóku 14 stelpur þátt í keppninni. MYNDATEXTI: Fanney Frímannsdóttir frá Akranesi hreppti titilinn Ungfrú Vesturland.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar