Landsliðið á æfingu í Glasgow

Landsliðið á æfingu í Glasgow

Kaupa Í körfu

GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton á Englandi, mætti á sína fyrstu landsliðsæfingu í hálft sjötta ár í gær en þá hófst eiginlegur undirbúningur íslenska knattspyrnulandsliðsins fyrir leikinn gegn Skotum í Glasgow á laugardaginn. Guðni lék síðast fyrir Íslands hönd í september 1997 en sagði mjög gaman að vera kominn í hópinn á ný og að tilfinningin væri virkilega góð. Létt var yfir landsliðsmönnum á æfingunni og allir tilbúnir í slaginn á laugardaginn. Árni Gautur er tilbúinn en hann gekkst nýlega undir aðgerð á olnboga, en er búinn að ná sér að fullu. ENGINN MYNDATEXTI. (Landsliðið á sinni fyrstu æfingu í Glasgow. Guðni Bergsson glaðbeyttur á svip meðal félaga sinna. F.v.Arnar Grétarsson, Arnar Þór Viðarsson, Árni Gautur, Guðni Bergsson Guðmundur Hreiðarsson sést bak við Eið Smára.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar