Skermarnir á Stokksnesi

Sigurður Mar Halldórsson

Skermarnir á Stokksnesi

Kaupa Í körfu

STARFSMENN Hringrásar vinna nú við niðurrif mannvirkja sem tilheyrðu bandarísku ratsjárstöðinni á Stokksnesi. Búið er að rífa megnið af mannvirkjunum og í fyrradag voru fjarskiptaskermarnir látnir falla til jarðar. Þetta eru gríðarstór mannvirki, 45 metrar á hæð og vega hvor um sig um 250 tonn. Að sögn Sveins Ásgeirssonar, eins af eigendum Hringrásar, er reiknað með að hreinsun á Stokksnesi verði lokið fyrir páska. Þá verður búið að klippa sundur og pressa um 800 tonn af stáli. Brotajárnið verður allt flutt til endurvinnslu erlendis. (Skermarnir á Stokksnesi)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar