Grímur Gíslason heiðursborgari

Jón Sigurðsson

Grímur Gíslason heiðursborgari

Kaupa Í körfu

BÆJARSTJÓRN Blönduósbæjar gerði Grím Gíslason, fréttaritara Ríkisútvarpsins á Blönduósi, að heiðursborgara Blönduóss á 90 ára afmælisdegi hans hinn 10. janúar síðastliðinn. Á föstudagskvöldi fyrir viku hélt bæjarstjórn Blönduóss Grími Gíslasyni veislu í félagsheimilinu á Blönduósi og bauð til hennar börnum og tengdabörnum Gríms. Ágúst Þór Bragason, forseti bæjarstjórnar Blönduóss, afhenti Grími skjal því til staðfestu að hann væri heiðursborgari Blönduósbæjar. Heiðursborgaranafnbótina hlýtur Grímur Gíslason "sem þakklætisviðurkenningu fyrir störf að fjölmiðlun, veðurathugunum og heilladrjúgu félagsmálastarfi, sem haldið hefur á lofti nafni Blönduósbæjar og Austur-Húnavatnssýslu". allur textinn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar