Grágæsin SLN á Blönduósi

Jón Sigurðsson

Grágæsin SLN á Blönduósi

Kaupa Í körfu

Grágæsirnar á Blönduósi setja æ meiri svip á umhverfið þessa dagana því ungarnir frá í vor stækka ört og bíta grasið stíft. Grágæs, sem merkt er með einkennisstöfunum SLN og sagt var frá í Morgunblaðinu í vor, hefur komið upp myndarlegum ungahópi og ef að líkum lætur mun hún hverfa með fjölskyldu sína til Norðymbralands í október, það er að segja ef ekki verður búið að skjóta fjölskyldumeðlimi fyrir þann tíma, en veiðitímabilið hefst 20. ágúst.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar