Álft á Blönduósi

Jón Sigurðsson

Álft á Blönduósi

Kaupa Í körfu

ÞAÐ ERU merkilegir gestir sem heimsækja Blönduós þessa dagana. Fremstan meðal jafningja skal telja rokkgoðið Eric Clapton en á sunnudagsmorgun kom álft í heimsókn á Smárabrautina á Blönduósi og lék sér við börnin í hverfinu, þáði hjá þeim brauðmola og gott atlæti. Stundum fer þó þannig að gestrisnin fer úr hófi og gesturinn missir þolinmæðina og svo fór með álftina góðu. Þegar halla fór degi brást þolinmæði álftarinnar og gerði hún sér lítið fyrir og beit eitt barnið en þó ekki svo að líkamstjón hlytist af heldur reif hún bol sem barnið var í. Þessi álft, sem í fyrstu var vinsamleg, var nú orðin "hættuleg" vegfarendum og var lögreglan á Blönduósi kölluð til. MYNDATEXTI: Hilmar Frímannsson björgunarsveitarmaður og Höskuldur Erlingsson lögreglumaður handsömuðu álftina. (Fréttir: Viðurkenning í Ljósmyndasamkeppni Okkar manna 2003)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar