ASÍ

Jim Smart

ASÍ

Kaupa Í körfu

Tillögur Alþýðusambands Íslands í velferðarmálum Ekki reiknað með að tillögur í heilbrigðismálum valdi auknum kostnaði SAMKVÆMT mati hagdeildar Alþýðusambands Íslands, ASÍ, munu tillögur sambandsins í velferðarmálum kosta rúma níu milljarða króna á næstu fjórum árum. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir það forgangsverkefni fyrir ríki og sveitarfélög að hrinda þessum tillögum í framkvæmd þannig að tryggja megi velferð allra einstaklinga í þjóðfélaginu og ekki síst þeirra sem minnst mega sín. Svigrúm sé til aukinna útgjalda vegna þeirra uppgangstíma sem framundan séu hér á landi í tengslum við stóriðjuframkvæmdir og fleiri umfangsmikil verkefni. MYNDATEXTI: Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, lengst t.h., kynnir forsendur kostnaðarmats tillagna í velferðarmálum og á hann hlýða Þorbjörn Guðmundsson, formaður velferðarnefndar ASÍ, Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar