Glerárskóli - Kara Lind Snorradóttir

Kristján Kristjánsson

Glerárskóli - Kara Lind Snorradóttir

Kaupa Í körfu

ÞAÐ hefur verið heldur tómlegt um að litast í stofu 8 í Glerárskóla í vikunni, en veikindi hafa hrjáð bæði kennara og nemendur þess þriðja bekkjar sem á þar heimastofu. Flensunnar fór að verða vart fyrir og um helgi og á mánudag kom upp sú sérkennilega staða að tveir nemendur mættu í skólann og fór annar þeirra fljótlega veikur heim. Það gerði líka kennari bekkjarins, þannig að hinn hrausti nemandi fékk að fylgja skólasystkinum sínum í hinum þriðja bekk skólans. Þar á bæ var heilsufarið með öðrum hætti, nánast allir frískir. MYNDATEXTI: Kara Lind Snorradóttir var eini nemandinn í bekknum sem ekki lagðist í flensu í vikunni. (Kara Lind Snorradóttir var eini nemandinn í bekknum sem ekki lagðist í flensu í vikunni.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar