Skoska landsliðið á æfingu

Skoska landsliðið á æfingu

Kaupa Í körfu

Skotar hvílast í sveitasælunni fyrir leikinn gegn Íslendingum BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Skota, heldur leikmönnum sínum fyrir utan ys og þys Glasgow-borgar á meðan þeir búa sig undir slaginn gegn Íslendingum á Hampden Park á morgun. Skoska liðið hefur haldið til á lúxushóteli úti í sveit, við hið fallega stöðuvatn Loch Lomond, norðvestur af Glasgow, síðan það kom saman á mánudag og æfingar þess fara fram í nágrannabænum Dumbarton á norðurströnd Clyde-fjarðar. MYNDATEXTI: David Winnie, fyrrverandi lærisveinn Atla Eðvaldssonar, ræðir hér við Berti Vogts, landsliðsþjálfara Skota, á æfingu í gær í Dumbarton. Winnie er "Íslandssérfræðingur" þýska þjálfarans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar