Fram - Valur 29:16

Sverrir Vilhelmsson

Fram - Valur 29:16

Kaupa Í körfu

HARKALEGASTA brotlending vetrarins átti sér stað í Safamýrinni í gærkvöldi þegar Valur sótti Fram heim. Gestirnir höfðu nauma forystu en síðan hrundi leikur þeirra um leið og Framarar fundu heldur betur fjölina sína, stungu Valsmenn af og linntu ekki látum fyrr en 13 mörk skildu liðin að, 29:16. Sigurinn skilar Fram upp í 7. sæti og þar með inn í úrslitakeppnina þegar ein umferð er eftir. Þó að möguleikar á að halda sig inni í úrslitakeppninni séu frekar meiri en minni vita þeir manna best að kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið. MYNDATEXTI: Þorbjörn Gunnarsson, leikmaður Fram, er hér kominn framhjá Ragnari Ægissyni og skorar eitt af þremur mörkum sínum - sendir knöttinn framhjá Roland Eradze, markverði Vals.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar