Sonja Bent Þórisdóttir

Sonja Bent Þórisdóttir

Kaupa Í körfu

NÚTÍMA útfærsla á íslenska skautbúningnum," segir Sonja Bent Þórisdóttir um mosagrænar, aðsniðnar flíspeysur, sem hún hannaði á sig og samstarfsmenn sína á Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík. Frá áramótum hefur miðstöðin heyrt undir nýja stofnun Reykjavíkurborgar, Höfuðborgarstofu. Breytingar eru bæði hið innra og ytra því um mánaðamótin flyst starfsemin í eitt gömlu Geysishúsanna á horni Vesturgötu og Aðalstrætis. Gagngerar endurbætur hafa verið gerðar á húsunum og þau færð í eins upprunalegt horf og hægt er með tilliti til þess að geta hýst fjölþætta starfsemi að hætti nútímans. MYNDATEXTI: Sonja Bent Þórisdóttir hannar föt og vísar innlendum og erlendum ferðamönnum veginn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar