Evróvisjónsýning á Broadway

Jim Smart

Evróvisjónsýning á Broadway

Kaupa Í körfu

Evróvisjónsýning frumsýnd á Broadway SÝNING tileinkuð þekktum Evróvisjónlögum, bæði erlendum og íslenskum, verður frumsýnd á Broadway í kvöld. Sýningin er sett upp eins og um beina útsendingu sé að ræða og kynnar verða Selma Björnsdóttir og Logi Bergmann Eiðsson en Selma er einnig dansahöfundur. "Við flytjum mörg þekktustu lögin úr Evróvisjón. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að flytja þau öll," segir Egill Eðvarðsson, handritshöfundur og leikstjóri sýningarinnar, en rúmlega 20 lög eru flutt í sýningunni. Egill og Gunnar Þórðarson, tónlistarstjóri sýningarinnar, völdu lögin, sem Davíð Olgeirsson, Hafsteinn Þórólfsson, Hjördís Elín Lárusdóttir, Guðrún Árný Karlsdóttir og Guðbjörg Magnúsdóttir flytja. MYNDATEXTI: Hópurinn við æfingar fyrir Evróvisjónsýninguna, sem verður frumsýnd í kvöld.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar