Nordica hótel
Kaupa Í körfu
Morgunblaðið/Sverrir FYRSTU gestir hins nýja Nordica hótels munu snæða hátíðarkvöldverð þar í kvöld og gista eina nótt. Hótelið verður ekki formlega opnað fyrr en 25. apríl en að sögn Kára Kárasonar, framkvæmdastjóra Flugleiðahótelsins Nordica, verður hótelið tekið í notkun þessa helgi. Alls er von á um 400 manns í kvöldverðinn og af þeim hópi ætla 240 að gista á hótelinu. Hótelið verður svo opnað fyrir almennum ferðamönnum á morgun, sunnudag. Þá koma fyrstu gestirnir sem hafa bókað sig inn á hótelið. Hótelið verður komið í fullan rekstur frá og með morgundeginum en heilsuaðstaðan NordicaSpa verður opnuð 25. apríl. Auk 284 herbergja hótelsins er þar einnig ráðstefnu- og fundaraðstaða. Framkvæmdir við hótelið, sem áður hét Hótel Esja, hófust sumarið 2001. Hótelið verður opnað þremur dögum á undan áætlun en um 300 iðnaðarmenn hafa undanfarnar vikur unnið að lokafrágangi þess.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir