Jabugo-skinka

Sverrir Vilhelmsson

Jabugo-skinka

Kaupa Í körfu

Það voru mikil tíðindi þegar innflutningur á ítalskri Parmaskinku var heimilaður hingað til lands í fyrsta skipti á síðasta ári. Á dögunum urðu hins vegar engu minni tíðindi þegar fyrsta spænska hráskinkan var flutt inn og sneidd niður við hátíðlega athöfn á Hótel Holti. Hvergi í heiminum er framleidd betri skinka og betri hrápylsur en á Spáni. Parmaskinkan er vissulega stórkostleg en hún stenst eftir sem áður ekki samanburð við spænsku vindþurrkuðu Íberíkó-skinkuna (Jamón Ibérico). Eða kannski er slíkur samanburður ekki mögulegur. Parma og Iberico eru tveir stórkostlegir stílar og að mörgu leyti ólíkir. Það er því kannski fyrst og fremst smekksatriði hvor stíllinn manni líkar betur. Svona eins og með Búrgund og Bordeaux í rauðvínum. enginn myndatexti

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar