Skotland - Ísland 2:1

Skotland - Ísland 2:1

Kaupa Í körfu

ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, sagði við Morgunblaðið eftir ósigurinn í Glasgow á laugardaginn að hann væri afar vonsvikinn yfir því að hafa ekki náð einu einasta stigi í leikjunum tveimur gegn Skotum. Eftir lélegan fyrri hálfleik á Hampden Park hefðu verið miklir möguleikar í þeim síðari en vendipunktur leiksins hefði verið vítaspyrnan sem höfð hefði verið af íslenska liðinu þegar staðan var 1:1. MYNDATEXTI: Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari er hér að skipta Indriða Sigurðssyni inná. Í baksýn má sjá Berti Vogts, landsliðsþjálfara Skota.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar