Sundkrakkar

Helga Mattína Björnsdóttir

Sundkrakkar

Kaupa Í körfu

Börnin í Grímsey syntu 5 km í sínu árlega áheitasundi. ÞETTA var sannarlega kröftugur dagur í Grunnskólanum í Grímsey. Morgunninn byrjaði með stærðfræðiprófi. Fljótlega þegar það var að baki, brettu nemendur eldri deildar upp ermar og smurðu á annað hundrað samlokur með skinku og osti. Allt hráefnið gáfu kvenfélagskonur og Kíwanismenn sem stuðning og áheit við ferðasjóð skólans. Börnin komu með grill að heiman frá sér. Salnum í Félagsheimilinu Múla breyttu þau í hlýlegt veitingahús. Þau skreyttu öll borð með kertum og völdu ljúfa músík. Að undirbúningi loknum var næst á dagskránni var hið árlega áheitasund skólabarna. Í sundlaugina mættu foreldrar, systkini og vinir og kvöttu sundfólkið óspart.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar