Heilsustofnun Þingeyinga - Holter

Hafþór Hreiðarsson

Heilsustofnun Þingeyinga - Holter

Kaupa Í körfu

FYRIR skemmstu var nýtt tæki tekið í notkun á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík. Tækið sem um ræðir er í daglegu tali kallað Holter, þar er um að ræða nokkurs konar stöðugt hjartalínurit í 24 klst./Að sögn Ásgeirs Böðvarssonar, yfirlæknis á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, hefur stofnunin hingað til notað eldri gerð af Holter. Það var svokallað segulband sem raunar er enn notað víðast hvar um landið og hafa þá svipaðar upplýsingar verið teknar á segulbandsspólur og sendar til úrlestrar á Landsspítala - háskólasjúkrahús./Gunnar Þór Gunnarsson, hjartalæknir á FSA, átti frumkvæðið að því að hafist var handa við þetta sameiginlega verkefni heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. MYNDATEXTI: Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga fylgist með er sölumaður útskýrir notkunarmöguleika hins nýja Holters fyrir þeim. (Heilsustofnun Þingeyinga - mynd með frétt um nýtt tæki á heilsustofnun Þingeyinga.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar