Eldri borgarar byggja
Kaupa Í körfu
SAMTÖK aldraðra eiga sér þegar all langa og árangursríka sögu. Samtökin voru stofnuð 29. marz 1973 í þeim tilgangi að vinna að ýmsum hagsmunamálum aldraðra og bar þar hæst byggingu hentugs íbúðarhúsnæðis fyrir aldrað fólk. Fyrst eftir að samtökin voru stofnuð fór mesti kraftur félagsmanna í að móta starfið og vinna þeirri hugmynd fylgis að aldraðir gætu og ættu sjálfir að hafa frumkvæðið að því að skipuleggja og láta byggja húsnæði er hentaði þeim á efri árum æfinnar. Samtökin hafa ávallt átt mikinn hljómgrunn meðal eldra fólks, sem lýsir sér í því, að á stofnfundi þeirra fyrir þrjátíu árum gengu strax 450 manns í samtökin. Nú eru félagar um 1.600. MYNDATEXTI: Frá vinstri: Magnús Guðjónsson byggingameistari, Ingólfur Antonsson eftirlitsmaður, Guðfinna Thordarson arkitekt, Guðmundur Gunnarsson, form. Samtaka aldraðra, meðstjórnendurnir Sigurður Óskarsson, Dóra Sif Wiium, Jakobína Guðmundsdóttir og Páll Jónsson, Jón Aðalsteinn Jónasson gjaldkeri og Páll Jónsson ritari. Myndin er tekin fyrir framan fjölbýlishús Samtaka aldraðra, sem er í smíðum við Dalbraut 14, en í því verða 27 íbúðir. Nú er verið að steypa upp fjórðu hæðina, en áformað er að afhenda íbúðirnar 15. september. Húsið verður fjórar hæðir og með lyftu og í því verða 2ja og 3ja herb. íbúðir.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir