Eldri borgarar byggja

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Eldri borgarar byggja

Kaupa Í körfu

SAMTÖK aldraðra eiga sér þegar all langa og árangursríka sögu. Samtökin voru stofnuð 29. marz 1973 í þeim tilgangi að vinna að ýmsum hagsmunamálum aldraðra og bar þar hæst byggingu hentugs íbúðarhúsnæðis fyrir aldrað fólk. Fyrst eftir að samtökin voru stofnuð fór mesti kraftur félagsmanna í að móta starfið og vinna þeirri hugmynd fylgis að aldraðir gætu og ættu sjálfir að hafa frumkvæðið að því að skipuleggja og láta byggja húsnæði er hentaði þeim á efri árum æfinnar. Samtökin hafa ávallt átt mikinn hljómgrunn meðal eldra fólks, sem lýsir sér í því, að á stofnfundi þeirra fyrir þrjátíu árum gengu strax 450 manns í samtökin. Nú eru félagar um 1.600. MYNDATEXTI: Á byggingarsvæði Samtaka aldraðra við Dalbraut eru þegar risin mörg fjölbýlishús. Þetta hús stendur við Dalbraut 18-20. Það var reist 1988 og í því eru 47 íbúðir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar