Lukku Láki SH 359

Alfons Finnsson

Lukku Láki SH 359

Kaupa Í körfu

LUKKU-Láki komst enn í hann krappan í gær þar sem skipið var á siglingu á Breiðafirði og fékk drauganet í skrúfuna. Að sögn skipstjórans drapst þá skyndilega á vélinni. Þótt skipverjar kæmu vélinni í gang á ný hristist allt og skalf og báturinn gekk aðeins um eina mílu. Því var ekki annað að gera en leita aðstoðar báta sem voru í grenndinni. EGINN MYNDATEXTI. (Lukku Láki komst enn í hann krappan. Lukkan virðist ekki verið með netabátnum Lukku Láka SH um þessar mundir en þegar skipið var á siglingu á Breiðafirði í dag og skipsverjar voru að undirbúa að leggja netin, kom drauganet í skrúfunna. Að sögn skpstjórans á Lukku Láka drapst á skyndilega á vélinni og þótt skipverjar kæmu vélinni í gang á ný hristist allt og skalf og báturinn gekk aðeins um eina mílu. Því var ekki annað að gera en leita aðstoðar báta sem voru í grendinn. Netabáturinn Jóa á Nesi SH varð við hjálparbeiðninni og dró Lukku Láka í land. Komu bátarnir samsíða til hafnar í Ólafsvík um 16:30. Í síðasta mánuði komst Lukku Láki í hann krappann þegar báturinn varð vélarvana og strandaði við innsiglinguna í smábátahöfnina í Grófinni í Keflavík. Mun betur fór en á horfðist þar sem Sunna Líf KE-7 var skammt frá og komst fljótt á staðinn og náði Lukku Láka.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar