Framkvæmdir við endurgerð Hafnargötunnar í Kelfavík

Helgi Bjarnason

Framkvæmdir við endurgerð Hafnargötunnar í Kelfavík

Kaupa Í körfu

Endurbygging Hafnargötunnar í Keflavík hófst í gær með því að Árni Sigfússon bæjarstjóri hóf að grafa þar með stórri gröfu. Áður höfðu verktakarnir undirritað rammasamning þar sem verkum er skipt á milli þeirra. Lengi hefur verið áhugi á að endurbyggja Hafnargötuna sem er aðalverslunargata Reykjanesbæjar. Á dögunum náðust samningar milli sex verktakafyrirtækja á svæðinu og Reykjanesbæjar um að vinna allt verkið á sautján mánuðum og ljúka því fyrir Ljósanótt að ári. Myndatexti: Framkvæmdir hófust við endurgerð Hafnargötunnar með því að Árni Sigfússon bæjarstjóri hóf að grafa í malbikið með þessari verklegu gröfu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar