Framkvæmdir við endurgerð Hafnargötunnar í Kelfavík

Helgi Bjarnason

Framkvæmdir við endurgerð Hafnargötunnar í Kelfavík

Kaupa Í körfu

Endurbygging Hafnargötunnar í Keflavík hófst í gær með því að Árni Sigfússon bæjarstjóri hóf að grafa þar með stórri gröfu. Áður höfðu verktakarnir undirritað rammasamning þar sem verkum er skipt á milli þeirra. Lengi hefur verið áhugi á að endurbyggja Hafnargötuna sem er aðalverslunargata Reykjanesbæjar. Á dögunum náðust samningar milli sex verktakafyrirtækja á svæðinu og Reykjanesbæjar um að vinna allt verkið á sautján mánuðum og ljúka því fyrir Ljósanótt að ári. Myndatexti: Fulltrúar verktaka og bæjarstjóri voru ánægðir að lokinni undirritun rammasamnings, svokallaðs vinasamnings verktaka og Hafnargötunnar. Við hlið Árna Sigfússonar bæjarstjóra sitja Karl Þráinsson frá Íslenskum aðalverktökum og Jón B. Olsen frá Nesprýði, lengst til vinstri á myndinni er Kári Arngrímsson frá Keflavíkurverktökum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar