Löndun

Helga Mattína Björnsdóttir

Löndun

Kaupa Í körfu

EFTIR langan vindakafla og litla sem enga sjósókn var gaman að fylgjast með í sólskini og blíðu löndun á virkilegum golþorskum hjá Þorleifi EA 88. Gylfi Gunnarsson skipstjóri sagði að þessir þorskar væru "stórir Norðlendingar", 11 til 12 kg á þyngd. Aflann fengu þeir Þorleifsmenn rétt utan við höfnina eða 2-3 mílur frá Grímsey. Gylfi sagði að afli væri þó heldur tregur. Sem sagt stórir boltar en of fáir. MYNDATEXTI: Gylfi Gunnarsson, skipstjóri á Þorleifi EA, með tvo golþorska.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar