Myndasýning - 3. bekkur Glerárskóla

Kristján Kristjánsson

Myndasýning - 3. bekkur Glerárskóla

Kaupa Í körfu

"ÞETTA eru allt góðar myndir og nokkrar frábærar," sagði Þorsteinn Pétursson, lögreglumaður á Akureyri, við opnum myndasýningar barna á Glerártorgi . Þar sýna um 250 nemendur í þriðja bekk í öllum grunnskólum bæjarins myndir sínar, sem unnar voru eftir heimsókn Þorsteins, sem ræddi við börnin um lög og reglur. Tvær stúlkur úr Giljaskóla, Sandra Ýrr Markúsdóttir og Bjarney Bjarnadóttir, opnuðu sýninguna formlega með því að klippa á lögregluborða. MYNDATEXTI: Sýningin var formlega opnuð með því að klippt var á borða frá lögreglunni. F.v. Daníela, Laufey Elma, Sandra Ýrr, Bjarney, Sædís og Kara Lind. (Sýningin var formlega opnuð með því að klippt var á borða frá lögreglunni. F.v. Daníela, Laufey Elma, Sandra Ýrr, Bjarney, Sædís og Kara Lind.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar