Nýr slökkvibíll til Bolungarvíkur

Gunnar Hallsson

Nýr slökkvibíll til Bolungarvíkur

Kaupa Í körfu

NÝ og fullkomin slökkvibifreið var afhent slökkviliði Bolungarvíkur um sl. helgi. Bifreiðin sem er af gerðinni Man er flutt inn af MT-bílum á Ólafsfirði sem hanna og smíða yfirbygginguna. Á bílnum er 4.000 lítra vatnstankur og 150 lítra froðutankur. Vatnsdælan er af gerðinni Cinkler sem annað getur 3.600 lítrum á mínútu. Yfirbygging bílsins er úr trefjaplasti og áli og öllum búnaði og tólum sem til staðar þurfa að vera í svona bifreið mjög haganlega komið fyrir. MYNDATEXTI: Sigurjón, Soffía og Ólafur við nýjan og glæsilegan slökkvibílinn. (Nýr slökkvibíll til Bolungarvíkur Myndatexti Sigurjón Magnússon Soffía Vgnadóttir og Ólafur Benediktsson við nýja slökkvibílinn.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar