Síldarminjasafnið á Siglufirði

Halldór Þ. Halldórsson

Síldarminjasafnið á Siglufirði

Kaupa Í körfu

TÓMAS Ingi Olrich, menntamálaráðherra, og Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri hjá Síldarminjasafninu á Siglufirði, undirrituðu á dögunum samning milli menntamálaráðuneytisins og safnsins um verulegan fjárstyrk sem safninu verður veittur á næstu þremur árum. Um er að ræða styrk að upphæð 35 milljónir króna. Jafnframt tilkynnti menntamálaráðherra við þetta tækifæri að safnaráð, sem skipað er af menntamálaráðuneytinu, hefði tilnefnt safnið sem fulltrúa Íslands í keppni um hin evrópsku safnaverðlaun 2003. MYNDATEXTI: Tómas Ingi Olrich og Örlygur Kristfinnsson safnstjóri undirrita samninginn. /Mynd vegna undirritunar samnings um Síldarminjasafnið.Tómas Ingi Olrich og Örlygur Kristfinnsson safnstjóri undirrita samninginn.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar