Háskólinn á Hólum í Hjaltadal

Háskólinn á Hólum í Hjaltadal

Kaupa Í körfu

Undirritup var í gær reglugerð við hátíðlega athöfn á Hólum í Hjaltadal sem gerir Hólaskóla að háskólastofnun með heimild til að útskrifa nemendur með BS-gráðu í fræðum fiskeldis, ferðamála og hrossaræktar. Landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, undirritaði reglugerðina að viðstöddu fjölmenni í Hóladómkirkju þangað sem komu ráðherrar, þingmenn úr Norðvesturkjördæmi, sveitarstjórnarmenn í Skagafirði, stjórnendur fjölmargra háskóla, starfsmenn og nemendur skólans og íbúar úr Hjaltadal og nágrenni. Myndatexti : Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla, hampar reglugerðinni sem gerir skólann að háskóla, Hákon Sigurgrímsson hjá landbúnaðarráðuneytinu, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Þórólfur Gíslason, formaður Hólanefndar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar