Vegaframkvæmdir við Bröttubrekku

Vegaframkvæmdir við Bröttubrekku

Kaupa Í körfu

Góður gangur er á starfsmönnum Arnarfells hf. þessa dagana við lagningu nýs 11,3 km vegar yfir Dalafjall í Dalasýslu. Þetta er á nær sömu slóðum og Brattabrekka lá, sá erfiði fjallvegur sem löngum hefur verið farartálmi að vetri til með sínum mörgum beygjum og einbreiðu brúm. Nýi vegurinn liggur í svipaðri hæð, hæst um 400 m.y.s., en veglínan er beinni og breiðari. Þór Konráðsson, verkstjóri hjá Arnarfelli, með gömlu brúna yfir Miðdalsárgil í baksýn, sem er ein þriggja brúa sem er aflögð. Myndatexti: Valgerður Sigurbergsdóttir sækir sér egg í gáminn við vinnubúðirnar þar sem nítján ítalskar hænur keppast við að verpa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar