Framsóknarflokkur - Blaðamannafundur

Framsóknarflokkur - Blaðamannafundur

Kaupa Í körfu

Framsóknarflokkurinn kynnir stefnuskrá sína fyrir komandi alþingiskosningar FRAMSÓKNARFLOKKURINN leggur áherslu á fjölskylduna og velferð hennar vegna komandi alþingiskosninga undir kjörorðunum vinna, vöxtur, velferð. Hann vill lækka tekjuskatt, tryggja stöðugt framboð atvinnutækifæra, berjast gegn launamun kynjanna og hækka lánshlutfall almennra íbúðalána auk þess sem hann leggur áherslu á sterka heilbrigðis- og félagsþjónustu og styrka stjórnun efnahagsmála og viðhald stöðugleika. MYNDATEXTI: Efstu menn Framsóknarflokksins í öllum kjördæmum kynna stefnuskrá flokksins. Frá vinstri: Magnús Stefánsson, Siv Friðleifsdóttir, Guðni Ágústsson, Halldór Ásgrímsson, Valgerður Sverrisdóttir og Jónína Bjartmarz.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar