Norrænir biskupar

Norrænir biskupar

Kaupa Í körfu

HÖFUÐBISKUPAR Norðurlandanna áttu samráðsfund í Reykjavík í gær. Eru slíkir fundir haldnir árlega og fjallað um mál sem lúta að störfum lútersku kirknanna á Norðurlöndum. Karl Sigurbjörnsson biskup segir fundina bæði til upplýsingar og samráðs, m.a.vegna aðildar kirknanna að alþjóðlegum samstarfsaðilum. Auk þess sem biskupar upplýsa hver annan um fréttir úr kirkju sinni skiptast þeir á skoðunum um ýmis málefni þeirra. MYNDATEXTI: Norrænu biskuparnir funda á biskupsstofu. Frá hægri: Jukka Paarma, erkibiskup í Åbo í Finnlandi, K.G. Hammar, erkibiskup í Uppsölum í Svíþjóð, Karl Sigurbjörnsson biskup, Erik Norman Svendsen, biskup í Kaupmannahöfn í Danmörku, Finn Vagle, biskup frá Niðarósi í Noregi, og Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari. (Funda á biskupsstofu á Laugaveiginum)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar