Snjóbrettabraut

Kristján Kristjánsson

Snjóbrettabraut

Kaupa Í körfu

Það er mikið mál að byggja snjóbrettabrautina í Gilinu á Akureyri AÐSTANDENDUR snjóbrettagleðinnar á Akureyri nú um helgina hafa þurft að hafa töluvert fyrir því að byggja stökkpallinn í Gilinu á Akureyri en þar verður snjóbrettakeppni í kvöld kl. 21.00. Myndatexti: Þátttakendur í snjóbrettastökkkeppninni sem fram fer í Gilinu á Akureyri í kvöld ættu að fá ágætis lendingu því búið er að raða um 50 heyrúllum um áætlaðan lendingarstað en rúllurnar verða svo þaktar snjó úr Hlíðarfjalli. Þeir Jón Heiðar Andrésson t.v., Aðalsteinn Möller og Sigurður Jósefsson voru að vinna við brautina í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar