Tónlistarskólinn í Mosfellssveit

Jim Smart

Tónlistarskólinn í Mosfellssveit

Kaupa Í körfu

AÐ tilhlutan Tónlistarskóla Mosfellsbæjar eru tvö amerísk tónskáld í heimsókn hér á landi, þær Lauren Bernofsky og Wynn-Anne Rossi. Nemendur skólans og nemendur í öðrum nágrannaskólum hafa undanfarin misseri verið að æfa verk tónskáldanna en með heimsókninni gefst nemendunum tækifæri til að æfa og leika verkin undir þeirra leiðsögn. Verkefnið er kallað Tónlist án landamæra og markmið þess er að víkka sjóndeildarhring nemenda og hvetja þá í tónlistarnámi, meðal annars með því að kynnast tónlist úr samtímanum og örva þá til eigin tónsköpunar. MYNDATEXTI: Wynn-Anne Rossi leiðbeinir Hjálmari Grétarssyni píanónema.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar