Hnúfubakur

Sigurður Mar Halldórsson

Hnúfubakur

Kaupa Í körfu

VEIÐIFERÐ Garðeyjar SF á laugardag var stutt og aflinn óvenjulegur. Skipið kom að landi um hádegisbil með hnúfubak sem flækst hafði í netunum. Oftast er hægt að sleppa hvölum sem lenda í veiðarfærum en þessi hnúfubakur var rækilega flæktur í netunum og mjög af honum dregið. Því var ákveðið að fara með hvalinn í land enda skylda að koma með allan meðafla að landi, eins og skipstjórinn orðaði það. Hvalurinn var ellefu metra langur og því frekar smár, en hnúfubakar eru að jafnaði 12-19 m á lengd og vega 25-48 tonn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar