Snjóbrettakeppni

Kristján Kristjánsson

Snjóbrettakeppni

Kaupa Í körfu

Mikill fjöldi fólks fylgdist með snjóbrettakeppni 16 ofurhuga í Gilinu á Akureyri sl. laugardagskvöld. Piltarnir sýndu glæsileg tilþrif og var vel fagnað eftir hvert stökk. Aðstandendur keppninnar þurftu að hafa töluvert fyrir því að byggja stökkbrautina en þeir nutu þó liðsinnis fjölmargra aðila. Brautin var samsett úr gámum, vörubrettum, timbri og heyrúllum og snjórinn var sóttur á vörubílum upp í Hlíðarfjall. Stökkkeppnin í Gilinu var hápunkturinn á snjóbrettagleði snjóbrettaáhugafólks víðs vegar af landinu, sem að mestu fór fram í Hlíðarfjalli um helgina. Enginn myndatexti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar