Kárahnjúkavirkjun

Sigurður Aðalsteinsson

Kárahnjúkavirkjun

Kaupa Í körfu

VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Arnarfell er í þann veginn að ljúka við að sprengja og móta sneiðing niður vegg Hafrahvammagljúfurs á Kárahnjúkasvæðinu við Kárahnjúkavirkjun. Stórtækar vinnuvélar Arnarfells virka örsmáar í samanburði við hrikalegt gljúfrið þar sem þær nánast hanga utan í hamraveggnum. Verið er að athuga hvort raunhæft er að byggja svokallaðar fjölskyldubúðir á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka. Um væri að ræða um þúsund manna þorp, þ.m.t. húsnæði fyrir 50 fjölskyldur, ásamt skóla og verslunum. Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo kannar nú hvort þetta er gerlegt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar