Hjólabrettaaðstaða

Helgi Bjarnason

Hjólabrettaaðstaða

Kaupa Í körfu

BÆJARSTJÓRI Reykjanesbæjar, Árni Sigfússon, opnaði í gær formlega inniaðstöðu fyrir hjólabretta- og hjólaskautafólk. Aðstaðan er opnuð til bráðabirgða í húsi sem áður hýsti loðnubræðslu Fiskiðjunnar. "Undanfarin ár hafa brettakrakkar verið að banka á dyr bæjaryfirvalda og biðja um aðstöðu. Við höfum reynt að koma til móts við þau," segir Hafþór Barði Birgisson, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima. MYNDATEXTI: Brettakrakkarnir eru ánægðir með aðstöðuna og fjölmenntu með brettin við opnunina í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar