Nýr bátur á Tálknafjörð

Finnur Pétursson

Nýr bátur á Tálknafjörð

Kaupa Í körfu

Fyrir skömmu kom til hafnar á Tálknafirði nýr bátur í eigu Sveinunga ehf., sem er fyrirtæki í eigu Hrólfs Björnssonar. Báturinn er rúmlega 7 tonna plastbátur frá Trefjum í Hafnarfirði og er af gerðinni Cleopatra 31 L, með 450 ha. Caterpillar vél. Hrólfur hyggst gera bátinn út á línu og ráðgerir að leggja fyrir steinbít til þess að byrja með. Báturinn heitir Sigurvon, en nafnið fékk Hrólfur hjá föður sínum, sem átti bát með þessu nafni í áratugi. Magnús Guðfinnsson mun verða Hrólfi til aðstoðar við veiðarnar. ENGINN TEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar