Umhverfisráðuneytið

Jim Smart

Umhverfisráðuneytið

Kaupa Í körfu

UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að hefja þegar í stað endurskoðun á ákvæðum laga um arnarstofninn til að tryggja verndun hans. Þá verður eftirlit með varpi og varpstöðum þegar í stað aukið til muna, meðal annars úr lofti, til að koma í veg fyrir truflun við varpstaði í vor. Ákvörðun þess efnis er tekin í kjölfar nýgengins dóms í Hæstarétti þar sem maður var sýknaður af því að raska hreiðurstað arna í Miðhúsaeyjum 2000 og 2001. MYNDATEXTI: Viðbrögð umhverfisráðuneytisins við dómi Hæstaréttar voru kynnt á blaðamannafundi í gær. Frá vinstri: Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar