KA - HK 29:23

Kristján Kristjánsson

KA - HK 29:23

Kaupa Í körfu

LEIKMENN HK virtust ekki átta sig á því að úrslitakeppni Íslandsmótsins var hafin er þeir mættu í KA-heimilið í gær. KA-menn komust í 7:2 eftir aðeins sjö mínútna leik og héldu þægilegri forystu allan leikinn. Engin ógnarspenna eins og búist hafði verið við og leikurinn mun lakari en deildarleikur liðanna fyrir skömmu. Lokatölur 29:23 og Íslandsmeistararnir komnir með tak á bikarmeisturunum. MYNDATEXTI: Jóhannes Bjarnason, þjálfari KA, var ánægður með sigurinn en ekki leikinn. Hann var í raun undrandi yfir því að landa svo auðveldum sigri miðað við öll mistökin sem lærisveinar hans gerðu. (Ingólfur Axelsson lék vel fyrir KA en hér er hann tekinn föstum tökum af þeim Alexander Arnarsyni og Samúel Árnasyni í vörn HK.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar