Sæferðir og Skipavík

Gunnlaugur Árnason

Sæferðir og Skipavík

Kaupa Í körfu

Skipavík bauð lægst. UNDIRRITAÐUR hefur verið verksamningur á milli Sæferða og Skipavíkur um breytingar á skemmtiferðaskipi sem Sæferðir hafa nýlega fest kaup á í Noregi. Valdar voru 8 skipasmíðastöðvar til að bjóða í verkið; í Noregi, Svíþjóð, Póllandi og Skipavík á Íslandi. Sex stöðvar skiluðu inn tilboði og eftir að hafa farið yfir tilboðin kom í ljós að hagstæðasta tilboðið kom frá Skipavík. Nýja skipið, sem er hefðbundin ferja, er tvíbytna og 27 metra langt. MYNDATEXTI: Sævar Harðarson, framkvæmdastjóri Skipavíkur, og Pétur Ágústsson, útgerðarstjóri Sæferða, undirrita samning um breytingar á nýju skemmtiferðaskipi sem Sæferðir hafa keypt í Noregi og hefur hlotið nafnið Særún.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar