Háteigsskóli -

Halldór Kolbeins

Háteigsskóli -

Kaupa Í körfu

KRAKKAR í 6. bekk SVÁ Háteigsskóla hafa að undanförnu brugðið sér í alls kyns furðulíki en þar hefur leikrit um "verksmiðjuna líkamann" gengið á fjölunum síðustu daga. Leikverkið, sem krakkarnir sömdu sjálfir, fjallar öðrum þræði um hringrás blóðsins og hafa nemendur troðið upp sem ýmis líffæri henni tengd, s.s. hjarta, lifur, lungu og hvít og rauð blóðkorn./Hér til hægri er það forstjórinn í verksmiðjunni, hjartað sjálft, sem er að taka nýtt rautt blóðkorn í atvinnuviðtal en kornið atarna er ósköp fegið að fá vinnu þrátt fyrir að fá aldrei frí í vinnunni enda atvinnuleysi víst mikið meðal blóðkorna þessa dagana. ENGINN MYNDATEXTI. (Háteigsskóli)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar